MAN TGE Smárútan

MAN TGE Smárúta

Fjölhæfur meistari

Leigubíll í yfirstærð

Við höfum alltaf hannað frábærar rútur Nú kemur ein aðeins minni MAN TGE Smárútan er hið fullkomna farartæki til fólksflutninga - í skoðunarferðir, hótelskutl eða almennar styttri ferðir.

Útbúin eins og þær stóru.

Hið þægilega innanrými í nýju MAN TGE smárútunni.

Þægindatilfinning fyrir farþega og bílstjóra.

Eins sveigjanleg og farþegar þínir: Þökk brauta í gólfinu er afar auðvelt að hagræða og færa sætin til í TGE Intercity Hin stóra, rafmagnsdrifna hliðarhurð og hin rafdrifna útfæranlega trappa tryggja þægilega aðkomu - og stórfenglega útkomu.

Í innanrýminu finna gestir þínir hágæða, þægileg sæti með þriggja punkta öryggisbeltum og stillanlegum sætisbökum. Innanrýmishönnunin - frá sætunum til gólfáklæðanna - getur þú auðvitað aðlagað að þínum smekk. Loftkælikerfið á þakinu býður upp á enn meiri ferðaþægindi fyrir farþegana.

Farangrinum má hlaða á öruggan og auðveldan hátt gegnum tvær vængjahurðir í skotti farartækisins.

Rausnarlegt skott með vængjahurðum í nýja MAN TGE Intercity extralangur

Tæknin

Hin nýja TGE Intercity er útbúin öflugri tveggja lítra dísel vél með 130 kW (177 hestöfl) Þú getur valið á milli fram- og afturdrifs og 6 gíra beinskiptingu eða 8 gíra sjálfskiptingu.

Nokkur ökuaðstoðarkerfi tryggja öryggi bílstjóra og farþega sem ennfremur auðvelda bílstjóranum vinnudaginn:

  • Neyðarbremsuaðstoð (EBA) er staðalbúnaður
  • Virkur akgreinavari
  • Sjálfvirk fjarlægðarstýring
  • Þreytu- og umferðaskiltaskynjun
  • Hliðarvarnaraðstoð

Möguleikar á uppröðun sæta í MAN TGE Smárútunni, löng og extra löng

Löng eða extra löng?

Hversu stóra viltu hana? Hinn nýji MAN TGE Intercity Smárútan er til með tveimur mismunandi sætaskipan: með 15+1 sætum og í extra löngu útgáfu með 16+1 sætum og skotti.

Leita að þjónustuverkstæði

Finndu MAN verkstæðisþjónustu nærri þér.

Upplýsingar

Hvað viltu meira ?

MAN TGE upplýsingar