MAN TGE iðnaðarmenn

Alvöru iðnaðarmenn keyra ekki sendibíl.

Þeir keyra MAN: MAN TGE.

MAN TGE - hannaður fyrir iðnaðarmenn.

Ert þú iðnaðarmaður? Þá höfum við ákjósanlegan sendibíl handa þér: MAN TGE. Fáðu hér upplýsingar um allt varðandi vörubílinn á meðal sendibílanna og hvernig hann getur hjálpað þér í þínum atvinnurekstri. Og gleymdu öllum þeim sendibílum sem þú hefur keyrt hingað til.

MAN og iðngreinar.

Alvöru iðnaðarmenn þekkja sitt starf eins og lófann á sér.

Við líka. Með yfir 100 ára reynslu í atvinnubifreiðum þekkjum við þarfir þínar betur en nokkur annar. Enda höfum við ætíð framleitt atvinnubifreiðar, sem mæta nánast öllum kröfum og uppfylla tilgang sinn: klára verkið. Þökk þessari einstöku sérhæfni erum við gott val, ef málið snýst um að velja góða lausn fyrir þína iðngrein.

Viðskiptavinaráðgjafar okkar sem standa nærri atvinnugreinunum, vita hvers er þörf þegar um þína iðngrein er að ræða. Og eru alveg eins og þú, alvöru fagmenn sem hitta naglann á höfuðið.

Njóttu reynslu okkar úr vörubílarekstrinum. Því þegar um er að ræða kraft og þægindi, hefur TGE lært mikið af stóra bróður sínum. Þetta gerir hversdaginn hjá þér ekki aðeins þægilegri heldur einnig auðveldari.

Okkar sérhæfðu þjónustustarfsmenn standa reiðubúnir með mikla þekkingu og verkfæri í höndum til að sjá um viðhald og viðgerðir á þínum TGE hvenær sem er. Þannig að þú og farartækið þitt séu ávallt tilbúin til starfa.

Alvöru iðnaðarmenn láta ekki bíða eftir sér, viðhald er hluti af rekstrinum.

MAN TGE iðnaðarmanna þjónusta

Á MAN verkstæði með lengri opnunartímum - sérstaklega aðlagað að þínum rekstri.

Meðan að þú ert til staðar fyrir þína viðskiptavini, erum við reiðubúin til að þjónusta þig: með okkar víðfeðma verkstæðaneti.

Skyldir þú engu að síður einhvern tímann vera stopp, þá komum við til þín - allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Á staðnum gera fagmenn okkar allt sem þeir geta til að halda rekstri þínum gangandi.

Fá frekari upplýsingar

MAN TGE hillukerfi

Alvöru iðnaðarmenn laga það sem betur má fara.

Þess vegna bjóðum við fyrir næstum öll verkefni sérhæfðar yfirbyggingar og breytingalausnir.

Fá frekari upplýsingar

Útbúnaður fyrir þína iðngrein

Sem iðnaðarmaður flytur þú dags daglega þungt efni og tæki frá A til B. MAN TGE aðstoðar þig þar með fjöldann allan af hagnýtum útbúnaði. Enda skiljum við hvað þú þarft í þinni iðngrein.

MAN TGE hleðslurýmislýsing

Alhliða gólf

Alvöru iðnaðarmenn hafa báða fætur á jörðinni.

Í okkar tilfelli á alhliða gólfi MAN TGE Það er ekki bara einfalt að bæta við hillu- og skúffubúnaði frá framleiðendum heldur er líka hægt að fjarlægja hann án þess að á sjáist. Þannig er hann traustur grunnur í daglegum kröfum í starfinu.

MAN TGE hleðsluhurð

Hleðslufestingar

Alvöru iðnaðarmenn eru ekki með lausar skrúfur.

Þökk sé bráðsnjöllum valkvæðum hleðslufestingum í MAN TGE. Þær bjóða upp á pláss fyrir margt og allt fer á sinn stað. Þökk sé fjölda af innfellanlegum festiaugum getur þú fest á öruggan hátt alla farma og það á fljótlegan hátt. Og strax í næsta verkefni!

MAN TGE geymslupláss

Geymslukerfi

Alvöru iðnaðarmenn eru fagmenn.

Þá kemur ekki á óvart fjöldinn allur af geymsluhólfum í MAN TGE. Þökk sé þrauthugsuðu geymslukerfi rata verkfærin þín á öruggan stað: frá hönskum að tommustokki. Og með 230 volta innstungu í bílstjórahúsinu getur þú einnig hlaðið á fljótan hátt rafhlöðuborvélina.

MAN TGE stuðningskerfi

Stuðningskerfi

Alvöru iðnaðarmenn eru undirbúnir fyrir allar uppákomur.

Þökk sé fjölda nýrra og frumlegra stuðningskerfa í MAN TGE Neyðarbremsubúnaðurinn um borð er til dæmis staðalútbúnaður. En þú mátt líka reikna með að fá mikla hjálp frá stuðningskerfinu; til að yfirgefa bílastæði,hliðarvörninni, og hinum virka akgreinastuðningi. Og þetta eru eingöngu 4 af 18 stuðningskerfum í MAN TGE

Pottþétt eða hvað?

Við sendum þér gjarnan frekari upplýsingar að sérsniðnum MAN TGE fyrir þig. Pantaðu einfaldlega greinargóða bæklinginn um MAN TGE

MAN TGE iðnaðar verkfæri