Alvöru iðnaðarmenn þekkja sitt starf eins og lófann á sér.
Við líka. Með yfir 100 ára reynslu í atvinnubifreiðum þekkjum við þarfir þínar betur en nokkur annar. Enda höfum við ætíð framleitt atvinnubifreiðar, sem mæta nánast öllum kröfum og uppfylla tilgang sinn: klára verkið. Þökk þessari einstöku sérhæfni erum við gott val, ef málið snýst um að velja góða lausn fyrir þína iðngrein.
Viðskiptavinaráðgjafar okkar sem standa nærri atvinnugreinunum, vita hvers er þörf þegar um þína iðngrein er að ræða. Og eru alveg eins og þú, alvöru fagmenn sem hitta naglann á höfuðið.
Njóttu reynslu okkar úr vörubílarekstrinum. Því þegar um er að ræða kraft og þægindi, hefur TGE lært mikið af stóra bróður sínum. Þetta gerir hversdaginn hjá þér ekki aðeins þægilegri heldur einnig auðveldari.
Okkar sérhæfðu þjónustustarfsmenn standa reiðubúnir með mikla þekkingu og verkfæri í höndum til að sjá um viðhald og viðgerðir á þínum TGE hvenær sem er. Þannig að þú og farartækið þitt séu ávallt tilbúin til starfa.