„Ég get ekki“ er ekki til.

Þetta er ekki bara sendibíll. Þetta er MAN. Nýji MAN TGE

Þín hugmynd. Okkar lausnir.

Ef MAN TGE sendibíllinn þinn á að vera svalari en hinir. Hagnýtari. Lengri. Sterkari. Meira áberandi. Þá höfum við hina fullkomnu lausn fyrir þínar sérstöku þarfir. Hægt er að breyta MAN TGE sendibílnum allt eftir óskum þínum - í sturtubíl eða körfubíl, í sjúkrabíl eða verkstæði á hjólum.

MAN yfirbyggingar- og breytinga möguleikar.

Við stöndum með þér í að aðlaga þinn TGE að þínum kröfum. Saman með yfirbyggingar og breytingasérfræðingum, sem hafa starfað árum saman með okkur í verkefnum og geta mætt háum gæðakröfum okkar. Við vitum að MAN TGE þarf að vera útbúinn til að mæta öðrum áskorunum í skógrækt heldur en í pakkadreifingu. Njóttu sérfræðiþjónustu okkar - þú segir hvað, við hvernig.

Yfirbyggingar- og breytingarlausnir í verksmiðjunni

Enginn bíður þolinmóður eftir nýja farartækinu sínu - og þá alls ekki ef farartækið heitir MAN TGE Þess vegna eigum við til mikið úrval af atvinnugreinasértækum yfirbyggingar- og breytingarlausnum og sérsniðnum yfirbyggingum tilbúin á staðnum í verksmiðjunni.

Aukabúnaður til að mæta alls kyns veðri og vindum.

Með okkar valkvæðu yfirbyggingum og aukabúnaði okkar fyrir MAN TGE pallbíl með einföldu eða tvöföldu ökumannshúsi ertu vel undirbúinn í öll verk.

Pallbíll

Hér er næstum allt í boði: Fyrir MAN TGE bílgrind eru til pallar í fjórum mismunandi lengdum. Veldu 3.500mm, 4.300mm eða 4.700mm fyrir einfalt ökumannshús og 2.700mm eða 3.500mm fyrir tvöfalt ökumannshús.

Stálgrind og dúkur

Harðgerða stálgrindin með plönkum í gólfi breytir MAN TGE pallbílnum þínum í alvöru alhliða tæki - fyrir hvaða veður sem er. Enda þökk sé hágæða dúknum er farmur þinn óhultur gagnvart rigningarskúrum og vindhviðum, þegar svo ber undir.

Stálgrind og dúk er hægt að fá í ýmsum hæðum og litum. Ljósop eru innbyggð.

MAN TGE geymslukassi

Geymslukassi

Kassi sem truflar engan: Geymslukassinn fyrir pallbílinn. Ekkert verndar farminn þinn betur fyrir veðri og vindum. Þessi kassi breytir MAN TGE í alvöru atvinnubifreið.

Flutningakassi frá Schmitz Cargobull

Hagkvæmni mætir hversdeginum: Flutningakassi frá Schmitz Cargobull breytir einföldu ökumannshúsi þínu í alvöru alhliða farartæki. Með notkun efna með ákjósanlegri þyngd getur farmþungi verið allt að 1.000 kg.

Flutningakassiinn samanstendur af nýþróuðum krossviðseiningum með GFK-klæðningu, sem eru bæði létt og harðgerð í senn. Ein frekari nýjung: Allur gólfflöturinn þolir vel álag, sem leyfir meiri hleðslu og sveigjanleika.

Hleðslufestingarnar eru þegar komnar í kassabílinn í verksmiðjunni - þökk sé brautum álíka þeim sem eru í flugvélum sem innbyggðar eru í hliðar gólfsins, gólflisti um allt sem og 2 raðir af stangfestibrautum á sitt hvorum hliðarveggnum í 600 mm og 1.300 mm hæð. Og ef einhver vill meira: Valkvætt stendur þér til boða fjöldinn allur af festingarmöguleikum.

Hálfgegnsætt þakið sér fyrir viðeigandi lýsingu, þar sem innanrými kassans er lýst upp jafnt af dagsljósinu. Og þökk sé staðsetningarljósum og LED þakljósum með hreyfiskynjara finnur þú allt vandræðalaust í kassanum að nóttu til.

Yfirbyggingarlengdin er valkvæð 3.550 mm eða 4.350 mm

Sendibíll plús

Má bjóða þér meira? Veldu þá endilega bara aðra sætaröð fyrir kassabílinn. Sætaröðin er valkvætt til sem 3 eða 4 sæta og er aðskilin farmrýminu með millivegg.

Hleðslulengdin í sendibíll plús nemur við staðlað hjólhaf allt að 2.770 mm (undir bekknum) Önnur sætaröðin er fáanleg í sendibíll með venjulegu og háu þaki sem og með venjulegu og löngu hjólhafi.

Þjónusta

Hvort sem um er að ræða viðhald, viðgerðir, þjónustu eða varahluti: MAN býður þér frumlegar og nýjar lausnir, þannig að þú standir alltaf vel með þínum MAN TGE sendibíl.

MAN Service

MAN Service - Gæði inn og út.

Við bjóðum fagmannlega þjónustu, alveg sama hvort um er að ræða viðhald, viðgerðir eða endurnýjun. Þannig sjáum við til þess að farartækið sé tiltækilegt í sem lengstan tíma.

MAN upprunalegir hlutir - Hæstu gæði fyrir þinn MAN TGE

MAN upprunalegir hlutir okkar eru af nýjustu tækni og eru prófaðir samkvæmt hæstu gæðastöðlum. Þau sannfæra með endingartíma og áreiðanleika og sjá ekki aðeins til öryggis þar sem hvergi er slegið slöku við, heldur bæta einnig um leið tiltækileika á þínum MAN TGE.

MAN Þjónustusamningar

Okkar einstöku þjónustusamningar eru sniðnir á ákjósanlegan hátt að þínum þörfum. Að þínum óskum. Að þínum þörfum. Í þínu starfi. Í Þjónustusamningnum ComfortSuper er innifalin öll þjónustu- og skoðunarvinna innan ramma reglulegs viðhalds sem og allar viðgerðir vegna slithluta sem og aðrar viðgerðir.

Leita að þjónustuverkstæði

Finndu MAN verkstæðisþjónustu nærri þér.

Upplýsingar

Hvað viltu meira ?

MAN TGE upplýsingar