Gagnavernd

1. Almennar upplýsingar

a) Inngangur

Vernd á þínum persónuupplýsingum við vinnslu á persónubundnum gögnum er mikilvægt atriði fyrir MAN Truck & Bus SE. Við vinnum með persónutengdar upplýsingar, sem við öflum við heimsóknir á vefsíðu okkar, samkvæmt löggjöf þess lands, þar sem ábyrgðaraðilinn á meðhöndlun persónuupplýsinganna er staðsettur.

Þar til viðbótar hafa MAN fyrirtækin skuldbundið sig til algjörrar og samræmdrar verndar á persónubundnum gögnum með því að fylgja skylduviðmiðunum samstæðunnar. Með þessu er innan MAN um heim allan tryggð vernd sem er sambærileg þeirri sem er í Þýskalandi og Evrópusambandinu.

Ennfremur eru starfsmenn okkar skyldugir til að sýna trúnað og vernda persónutengd gögn sem þeir hafa móttekið.

b) Ábyrgðarstaðir og tengiliðir

Ábyrgðaraðili í skilningi gagnaverndunarlaganna á gögnum þínum er það fyrirtæki MAN samstæðunnar sem rekur þá vefsíðu sem þú heimsækir.

Við almennar og gagnaverndunartengdar spurningar vinsamlegast snúðu þér að viðkomandi tengilið, sem er gefinn upp í valmyndinni „Hafa samband“ eða sem er gefinn upp í prentsögninni. Valkvætt geturðu snúið þér til svæðisins Group Data Protection, sem kemur fyrirspurn þinni áfram til ábyrgðaraðila.

2. Upplýsingar um þessa vefsíðu

Með þessum gagnaverndunarupplýsingum upplýsum við þig, hvernig og hvaða persónutengdum gögnum við söfnum, vinnum og notum, þegar þú heimsækir þessa vefsíðu.

„Persónutengd gögn“ eru þar allar þær upplýsingar sem tengjast persónugreindum einstaklingi eða persónugreinanlegum einstaklingi. Persónugreinanlegur einstaklingur er einstaklingur, sem beint eða óbeint, er hægt að persónugreina svo sem með tilvísun í sérkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningarupplýsingar, internet-aðgang eða gegnum eitt eða fleiri sérstök einkenni, sem lýsa líkamlegu, lífeðlisfræðilegum, erfðafræðilegum, andlegum, viðskiptalegum, menningarlegum eða félagslegum einkennum þessa einstaklings.

Tilgangur þessarar og annarra vefsíðna er að veita þér upplýsingar um sérvalin fyrirtæki MAN samstæðunnar.

Eftirfarandi ábendingar gilda ekki um fyrirtæki, sem MAN hvorki er eigandi að né stýrir, og ekki fyrir einstaklinga sem MAN hefur hvorki í vinnu né eru undir stjórn þess.

3. Söfnun almennra upplýsinga og nafnlausra notendagagna.

Þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar, eru sjálfvirkt teknar saman almennar upplýsingar. Þessar upplýsingar taka til vafragerðar sem notaður er, stýriskerfið sem notað er, lénanafn internet þjónustuaðila þíns, vefsíðan, sem þú heimsóttir hjá okkur, sem og tæknilegar upplýsingar um heimsókn þína (https/http-aðferð, https/http-útgáfa, https/http-stöðukóði, lengd fluttra gagna) og álíka. Hér er eingöngu um upplýsingar að ræða sem ekki er hægt að draga neinar ályktanir af varðandi þína persónu. Ennfremur eru þessi gögn gefin upp við allar heimsóknir á allar aðrar vefsíður á internetinu. Hér er því ekki um að ræða sértækan þátt í virkni þessarar vefsíðu.

Upplýsingar af þessari tegund eru eingöngu teknar nafnlaust og metnar af okkur í tölfræðilegu samhengi. Því betur sem við skiljum óskir þínar, því fljótar finnur þú þær upplýsingar á vefsíðum okkar sem þú ert að leita að.

4. Söfnun og vinnsla persónubundinna gagna.

a) Vafra á einfaldan hátt um vefsíðuna

Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar, vista vefþjónar okkar alltaf IP töluna þína, þaðan sem aðgangur á sér stað sem og dagsetning og tími heimsóknarinnar.

b) Notkun vefsíðu-smáforrita

Við notkun á vefsíðu-smáforritum (til dæmis uppsetning vöruflutningabíls) er hægt ennfremur að vista upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til að nota þetta smáforrit á hagkvæman hátt (tungumál, lotu-auðkenni, uppsetningarskref, sérvalin gögn innan uppsetningarinnar).

c) Skráning gegnum eyðublað á internetinu

Frekari persónutengdar upplýsingar eru eingöngu teknar, ef þú setur þær fram af frjálsum vilja og svo framarlega sem slíkt er nauðsynlegt í viðkomandi tilgangi, til dæmis sem hluti skráningar, áskriftar, könnunar eða verðlaunasamkeppni.

d) Notkun smygilda

Fótspor er lítið gagnamengi, sem vistað er á þínu tæki og hefur að geyma gögn eins og til dæmis persónulegar síðustillingar og innskráningarupplýsingar. Þetta gagnamengi er búið til og sent til þín frá vefþjóninum sem þú hefur tengst gegnum vafrann. Almennt notum við fótspor til að greina áhugann á vefsíðum okkar sem og til að gera vefsíður okkar notendavænni. Þú getur almennt séð einnig notað vefsíður okkar án fótspors. Ef þú vilt nota vefsíður okkar til fulls eða á þægilegan hátt, ættir þú samt að samþykkja þau smygildi sem gera notkun ákveðinna þátta mögulega eða gera notkunina þægilegri. MAN notar fótspor til að gera úrvalið notendavænna, hagkvæmara og öruggara. Fótspor okkar hafa ekki að geyma neina persónusértækar upplýsingar.

Með notkun heimasíðu okkar ert þú samþykkur notkun þessara fótspora, svo framarlega sem vafra stillingar þínar samþykkja fótspor. Flestir vafrarar eru að grunni til þannig stilltir að þeir samþykkja öll fótspor. Þú hefur þó möguleikann á því að stilla vafrann þinn þannig að fótspor séu sýnd áður en þau eru vistuð, eingöngu ákveðin fótspor séu samþykkt eða vísað frá eða öllum fótsporum sé almennt vísað frá.

Við bendum á að stillingar þar að lútandi eiga ávallt eingöngu við viðkomandi vafrara. Ef þú notar mismunandi vafra eða skiptir um tæki, verður þú að breyta stillingunum á ný. Þar fyrir utan getur þú eytt fótsporum hvenær sem er úr geymslumiðlinum þínum. Upplýsingar varðandi stillingar á fótsporum, breytingar á þeim og eyðing á fótsporum færðu úr hjálparvalmynd vafrara þíns.

Hér á eftir finnur þú lista yfir algengustu tegundir af smygildum og notkunargildiþeirra.

Lotu-smygildi

Meðan notandi er virkur á heimasíðu verður til bráðabirgða lotu smygildi geymt í geymslumiðli tölvu notandans, þar sem skráning er vistuð, til að til dæmis koma í veg fyrir að notandinn þurfi að skrá sig aftur inn við síðuskipti. Lotu-fótspori er eytt við útskráningu eða tapa gildi sínu um leið og lotunni er sjálfvirkt lokið.

Varanlegar eða samskiptareglu-smygildi

Varanlegt eða samskiptareglu-fótspor geymir gögn yfir þann tíma sem skilgreindur er sem gildistími á tölvunni þinni. Gegnum þessi fótspor muna vefsíður við næstu heimsókn þína hverjar upplýsingar og stillingar þínar eru. Þetta leiðir til hraðari og þægilegri aðgangs, þar sem þú til dæmis þarft ekki að velja tungumálið að nýju á vefgáttinni okkar. Þegar gildistíminn er liðinn er fótsporinu sjálfvirkt eytt, þegar þú heimsækir heimasíðuna sem bjó það til.

Smygildi fyrsta þjónustuaðila

Er úthlutað af sjálfri vefsíðunni (sömu lén eins og í vistfangi vafrarans) og eingöngu heimasíðan getur lesið þau. Þessi fótspor eru venjulega notuð til að vista upplýsingar (til dæmis stillingar þínar) sem verða notaðar við næstu heimsókn þína á vefsíðuna.

Smygildi þriðja þjónustuaðila

Fótspor þriðja þjónustuaðila koma frá öðrum þjónustuaðilum en þeim sem heldur vefsíðuna. Þau geta til dæmis verið notuð til að safna upplýsingum um auglýsingar, notendaskilgreint innihald og tölfræðiupplýsingar um vefinn.

Á vefsíðu þessari eru eftirfarandi fótspor notuð:

Nafn smygildis

_dc_gtm_ID

_ga

_gat_ID

_gid

man-accept-cookies-notification

id

IDE

DSID

VISITOR_INFO1_LIVE

PREF

e) Google Analytics - gagnavinnsla frá Google

Vefsíða okkar notar Google Analytics, vefsíðugreiningarþjónustu Google Inc. („Google“) Google Analytics notar einnig fótspor Þar er um að ræða fótspor frá sjálfu Google (Google Analytics fótspor) og svokölluðum fótsporum frá þriðja aðila (DoubleClick-fótspor) Upplýsingar þær sem koma gegnum þessi smygildi um notkun þína á þessari vefsíðu (þar með talið IP talan þín) eru sendar í vefþjón Google, Inc. í Bandaríkjunum og vistaðar þar. Google mun nota þessar upplýsingar, til að meta fyrir okkur notkun þína á vefsíðu okkar, til að setja saman skýrslur um athafnir á vefsíðunni handa okkur og ennfremur til að tengja vefsíðunotkunina við þjónustur tengdar internetnotkun, sérstaklega einnig atriði fyrir skjáauglýsingar, eins og endurmarkaðssetning, skýrslur um birtingar í Google birtingarnetinu, samþætting á DoubleClick Campaign Manager eða Google Analytics skýrslur um frammistöðu eftir lýðfræðilegum þáttum og áhugamálum. Einnig mun google ef svo ber undir miðla áfram þessum upplýsingum til þriðja aðila, svo framarlega sem kveðið er á um slíkt samkvæmt löggjöf eða svo framarlega sem þriðji aðili vinnur með þessi gögn í umboði Google. Google gæti notað gögnin þín í sínum tilgangi, svo sem að búa til prófíl og sameina upplýsingar við önnur gögn, svo sem Google reikninga.

Með notkun þessarar vefsíðu lýsir þú þig samþykkan vinnslu á þeim gögnum þínum sem Google hefur tekið á framangreindan hátt og í áðurgreindum tilgangi. Við viljum benda þér á að vefsíða okkar notar Google Analytics með viðbótinni „anonymizeIp()" til að bæta gagnavernd. IP tölur eru því aðeins teknar í stuttan tíma og unnar áfram. Þannig er útilokað að hægt sé að tengja notkun vefsíðu okkar beint við persónu í greiningunni. Þú getur vísað frá Google Analytics fótsporum með því að stilla vafrann þinn frekar. Þannig getur þú nýtt þér rétt þinn til að andmæla töku gagna, vinnslu þeirra og notkun af Google Analytics í framtíðinni. Til þess getur þú sett upp eftirfarandi smáforrit á vafrann sem gerir Google Analytics óvirkt: Google Analytics Opt-out Browser Add-on Þannig kemur þú í veg fyrir að Google Analytics visti upplýsingar um vefsíðuheimsóknir þínar.

Frekari upplýsingar sem og ábendingar um niðurhal og uppsetningu á þessu smáforriti til að gera Google Analytics óvirkt finnur þú undir https:/tools.google.com/dlpage/gaoptout

Valkvætt og sem viðbót fyrir notendur með snjalltæki, getur þú notað Opt-Out-Cookie [smygildi]. Notaðu þennan veftengil, þá verður fótspor sett inn og Google Analytics mun ekki lengur ná til þín. Smelltu hér hier, til að Google Analytics nái ekki lengur til mín.

Þú getur gert Google Analytics óvirkt með tilliti til skjáauglýsinga og aðlagað auglýsingarnar í Google birtingarnetinu, með því að kalla fram auglýsingastillingarnar: https://www.google.de/settings/ads.

f) Google Doubleclick

Doubleclick by Google er þjónusta á vegum Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, USA ("Google"). Doubleclick by Google notar fótspor til að birta þér auglýsingar sem eru viðeigandi fyrir þig. Við það fær vafrari þinn úthlutað dulnefni til auðkenningar (ID), til að kanna, hvaða auglýsingar voru birtar í vafranum þínum og hvaða auglýsingar voru valdar. Fótsporin hafa ekki að geyma neina persónusértækar upplýsingar. Notkun DoubleClick-Cookies gerir Google og tengdum viðskiptasíðum þess eingöngu kleift að skipta auglýsingum á grundvelli fyrri heimsókna á vefsíðu okkar eða á aðrar vefsíður á internetinu. Þær upplýsingar sem fást gegnum fótspor eru notaðar af Google til greiningar og eru fluttar og vistaðar í vefþjóni þess í Bandaríkjunum Flutningur gagna gegnum Google til þriðja aðila á sér eingöngu stað á grundvelli lögboðinna ákvæða eða sem hluti af vinnslu upplýsinganna samkvæmt samningi. Undir engum kringumstæðum mun Google tengja gögnin þín við önnur gögn sem Google hefur safnað.

Með notkun þessarar vefsíðu lýsir þú þig samþykkan vinnslu á þeim gögnum þínum sem Google hefur tekið og áðurgreindri lýstri gagnavinnsluaðferð sem og í áðurgreindum tilgangi. Þú getur komið í veg fyrir vistun fótsporanna með viðeigandi stillingu í vafra-hugbúnaði þínum; við bendum þér samt á að í því tilfelli er mögulegt að þú getir ekki notað alla þá valliði til fulls sem eru á vefsíðu okkar. Þú getur þar að auki komið í veg fyrir upplýsingatöku Google fótsporsins um notkun þína á vefsíðunni sem og komið í veg fyrir áframvinnslu þessara upplýsinga hjá Google, með því að hlaða niður og setja upp vafrara-smáforritið sem boðið er upp á undir neðangreindum veftengli undir liðnum DoubleClick-smáforrit til að gera óvirkt. Einnig getur þú gert DoubleClick-smygildin óvirk á síðu Digital Advertising Alliance undir eftirfarandi veftengli .

g) Google reCaptcha

Þessi síða notar í öryggisskyni reCaptcha, þjónusta frá Google Inc.,1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, USA (Google). Þessi þjónusta sker úr um, hvort skráning í eyðublað á internetinu er gert af einstaklingi eða í óviðeigandi tilgangi með sjálfvirkri, vélrænni vinnslu. við það er IP talan þín stytt og send til Google ásamt (ef svo ber undir) frekari gögnum sem nauðsynleg eru fyrir þjónustuna. Aðeins í undantekningartilvkum er IP talan í fullri lengd send í vefþjón Google í Bandaríkjunum og stytt þar. Þau gögn sem reCaptcha miðlar úr vafra þínum eru ekki skeytt saman við önnur gögn frá Google. Frekari upplýsingar um gagnavarnarviðmiðanir hjá Google finnur þú undir: https://www.google.com/intl/de/policies/privacy/

h) Samtvinnun við Social Media Plug-Ins (Facebook, Twitter)

Plug-Ins eru tölvuforrit, sem eru innbyggð í aðra hugbúnaðarvöru, eins og til dæmis vefsíðu, og víkka þannig út notkun hennar. Nánast öll Plug-Ins sem til staðar eru á markaðnum eru þróaðar af rekstraraðilum samfélagsmiðla (enska: Social Media). Grunnnotkunargildi þessara neta eru að gefa notendum stað til að hafa samskipti og gagnkvæm áhrif sín á milli, og þá yfirleitt endurgjaldslaust.

Samtvinning Social Media Plug-Ins leiðir þó til þess að það nægir að kalla fram viðkomandi síðu - án þess að smellt sé þar áður á Plug-In - til þess að IP talan þín og önnur gögn (yfirleitt dagsetning, tími, URL vefsíðuslóð og vafrari) séu skráð. Þetta á sér stað bæði hjá skráðum notendum viðkomandi þjónustu, sem og hjá vefsíðunotendum, sem ekki eru skráðir með reikning hjá viðkomandi þjónustu og hafa þannig samþykkt viðkomandi notendaskilmála. Social Media Plug-Ins nota þar að auki yfirleitt smygildi (sjá atriði d) til að bera kennsl á vefsíðunotendur. Þessi fótspor eru vistuð af heimsóttri vefsíðu staðbundið á tölvu þinni og við næstu heimsókn á síðuna eru þau sótt á ný. Auðkenning þessara fótspora er send óspurð í vefþjón viðkomandi þjónustu, í hvert skipti sem vefsíðan með viðkomandi Plug-In er heimsótt, jafnvel þó þetta Plug-In sé ekki í virkri notkun. Gegnum tengingu einstakra fótspora auðkenninga við þær vefsíður sem hafa verið heimsóttar áður, er hægt að hafa eftirlit með vafraranotkun (Persónugreining). Gegnum töku ofangreindra vafraragagna væri til dæmis hægt að greina hversu lengi notandinn sem tengist fótsporinu hefur heimsótt hverja vefsíðu. Á þennan hátt geta Social Media þjónustur kortlagt athafnir þínar á internetinu.

Til að koma í veg fyrir þetta og til að vernda betur einkalíf þitt notar vefsíða okkar 2-smella-aðferðina, frumkvæðið á heise.de (þar finnur þú einnig frekari upplýsingar). Vefsíða okkar samtvinnar eingöngu óvirka hnappa, sem enn tengjast ekki þjónustum þeim sem bjóða Social-Plug-Ins og senda þannig engin gögn þegar vefsíðan okkar er heimsótt.

Aðeins þegar þú smellir á einn þessara hnappa, virkjar þú hann og samþykkir samskipti við Facebook eða Twitter. Með öðrum smelli er þá hægt að skipta innihaldinu strax. Ef þú ert þegar skráður hjá einni af samskiptasíðunum, og vilt nota Social Plug-In þeirra, þá fer það fram hjá Facebook án frekari glugga. Hjá Twitter kemur upp sprettigluggi, þar sem maður getur breytt textanum sem á að fara í Tweetið.

Ef þú ákveður að virkja og nota Social Plug-In skaltu kanna áður hjá viðkomandi þjónustuaðila hvernig þeir meðhöndla upplýsingar þínar og gagnaverndaryfirlýsingu þeirra (https://www.facebook.com/about/privacy/, http://twitter.com/privacy).

Athugið: Virkjun hnappsins gildir hverju sinni aðeins um heimsótta vefsíðu og valda þjónustu.

Í stillingunum (smelltu á tannhjóls-teiknið) er hægt að gera samþykktarhnappana einnig varanlega óvirka. Settu einfaldlega það eða hin viðeigandi hök til að virkja viðkomandi samskiptasíður. Gegnum tannhjóls-teiknið getur þú að sjálfsögðu gert þessa sjálfvirkni afturvirka hvenær sem þú vilt.

Hér á eftir finnur þú stutta lýsingu þeirra Social Media Plug-Ins sem samtvinnuð eru á vefsíðu okkar.

Facebook

Facebook er samskiptavefur á vegum Facebook Ireland Limited (Hanover Reach, 5-7 Hanover Quay, Dublin 2 Ireland). Á vefsíðu okkar höfum við ýmsar samtvinnaðar aðgerðir við Facebook (til dæmis „Like“, „Deila“). Facebook-aðgerðir eru merktar með Facebook vörumerkinu. Allt eftir tegund aðgerðanna geta fleiri aðgerðir komið til (til dæmis „Like“, „mæla með“) Með Like -hnappnum getur þú miðlað skoðun þinni á hvaða greinar þér líkar/mælir með, til Facebook vina þinna og Facebook notenda Ef þú sem Facebook notandi hefur bætt við Recommendations Bar í Facebook við Facebook notkun þína, birtir þú sjálfvirkt lestrarathöfn þína á Facebook í Newsfeed þínu og á tímalínu þinni um leið og þú opnar Recommendations Bar á vefsíðu okkar. Á Facebook fær þá það fólk að vita, sem þú gafst til þess leyfi við uppsetningu forritsins, hvaða grein þú ert að lesa í augnablikinu eða hvaða innihald þú notar á vefsíðu okkar. Einstakar færslur sem og forritið getur þú fjarlægt úr Facebook hvenær sem er. Þar að auki eru Facebook-„Likes“ notendanna samstillt við færslur og greinar á vefsíðu okkar, svo framarlega sem notandinn er skráður inn gegnum Facebook á vefsíðu okkar. Með samtvinningu Facebook-hnapps á vefsíðu okkar er beinu sambandi komið á milli vafrara þíns eða forrits við Facebook vefþjóna og hnappurinn fyrir hverja Facebook aðgerð er hlaðinn þaðan. Eins og þegar hefur verið minnst á, er þar meðal annars upplýsingum miðlað til Facebook, um að viðkomandi vefsíða hefur verið valin eða ákveðin þjónusta verið notuð. Ef þú sjálfur/sjálf notar virkt Facebook aðgerð, til dæmis smellir á Like hnappinn, þá er mögulegt að Facebook vinni úr frekari, einnig persónutengdum gögnum. Þannig getur Facebook til dæmis sett smygildi, með hverju Facebook getur greint á öðrum vefsíðum, sem einnig hafa samtvinnaða Facebook hnappa, að þú hefur þegar í fortíðinni notað Like hnappinn. Ef þú sem Facebook notandi á sama tíma ert skráður inn hjá Facebook, er ennfremur skráning vefsíðuheimsóknar möguleg við prófíl þinn á Facebook. Ef þú smellir á samtvinnaða Facebook hnappa og skráir þig síðan inn í Facebook (eða ert þegar skráður inn), getur til dæmis verið að það sem þú hefur merkt við sem „Like“ eða „mælir með“ upplýsingar séu birtar á facebook í prófíl þínum eða tímalínu í stuttri mynd. Facebook getur þannig tekið frekari notendagögn og vistað þau. Þannig geta sprottið upp notendaprófílar hjá Facebook sem ganga lengra en það sem þú hefur sjálfur gefið upp hjá Facebook. Ef þú hefur ekki gert samtvinnuðu Social Plug-Ins óvirka en vilt samt sem áður ekki að Facebook geti tengt heimsókn á síðu okkar við Facebook reikning þinn, skaltu vinsamlegast skrá þig út úr Facebook reikningi þínu áður en þú heimsækir síðuna okkar. Nákvæmlega hvaða gögn Facebook tekur til eigin nota, færðu að vita í gagnaverndaryfirlýsingu Facebook; þar færðu líka frekari upplýsingar varðandi gagnasöfnun og -vinnslu gegnum Facebook og varðandi þann rétt þinn sem þeim tengist, Facebook gagnaverndaryfirlýsinguna má nálgast hér https://www.facebook.com/about/privacy/update.

Twitter

Twitter er Micro Blogging þjónusta hins bandaríska fyrirtækis Twitter, Inc. (795 Folsom St., Suite 600, San Francisco, CA 94107). Með Twitter hnappnum á sér einnig stað bein tenging milli vafra þíns og vefþjóna Twitter og er hnappurinn hlaðinn þaðan. Við það eru upplýsingar miðlaðar áfram til Twitter, um að viðkomandi internetsíða hafi verið heimsótt. Einnig ef þú ert ekki skráður inn, getur Twitter ef svo ber undir safnað notkunargögnum og vistað þau. Ef þú smellir á Twitter hnappana og „twittar“ upplýsingum gegnum þann Twitter-glugga sem þá opnast, ertu að miðla twittuðum upplýsingum til Twitter. Þessar upplýsingar eru síðan birtar í Twitter notendaprófíl þínum. Frekari upplýsingar varðandi upplýsingatöku, mat og vinnslu á gögnum þínum gegnum Twitter sem og rétt þinn sem þeim tengist færðu séð í gagnaverndaryfirlýsingu Twitter, sem má nálgast undir http://twitter.com/privacy.

i) Notkun GeoLite2 und GeoIP2 gagnabanka fyrir Geolocation

Á vefsíðu þessari eru GeoLite2 eða GeoIP2 gagnabanki notaður, sem er útvegaður af þjónustuaðilanum MaxMind Inc og er hýstur hjá MAN eða þriðja aðila. Í GeoLite2 eða GeoIP2 gagnabanka eru IP tölur þær sem notaðar eru tengdar við áætlaða staðsetningu/Geolocationgögn á grundvelli upprunalandsins sem endurspeglast í viðkomandi IP tölum. Til að bæta leitarniðurstöður, til að færa þér upplýsingar sem hæfa betur og til að forstilla ákveðna þætti vefsíðunnar að þínum notum, sem gerir heimsókn þína á vefsíðu okkar þægilegri (til dæmis tungumálaval), er upprunaland þitt miðlað úr IP tölunni með aðstoð GeoLite2 eða GeoIP2 gagnabanka. Við það eru engin persónutengd gögn gefin áfram til þriðja aðila.

j) Innfelld myndbönd

Vimeo

Til þess að fella inn og streyma myndböndum á vefsvæði okkar notum við þjónustu Vimeo eða dótturfélags þess Livestream. Vimeo er þjónusta á vegum Vimeo, LLC sem hefur höfuðstöðvar sínar að 555 West 18th Street, New York, New York 10011, Bandaríkjunum.

Þegar þú opnar síðu á vefsvæði okkar þar sem myndband er innfellt með Vimeo-viðbót kemur vafrinn þinn á tengingu við netþjóna Vimeo. Þannig eru sendar upplýsingar til Vimeo um hvaða síður þú hefur heimsótt. Ef þú ert skráð(ur) inn hjá Vimeo þegar þú kemur á vefsvæði okkar tengir Vimeo þessar upplýsingar auk þess beint við notandareikninginn þinn. Aðgerðir með viðbótinni, til dæmis þegar smellt er á spilunarhnapp, eru einnig tengdar við Vimeo-reikninginn þinn. Til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar séu tengdar með þessum hætti þarftu að skrá þig út af Vimeo-reikningnum þínum áður en þú notar vefsvæði okkar.

Upplýsingar um persónuvernd ásamt frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga hjá Vimeo er að finna á https://vimeo.com/privacy

Í stillingum vafrans er hægt að hindra að Vimeo sé hlaðið. Ítarlegar upplýsingar um þetta atriði er að finna í leiðbeiningum frá framleiðanda vafrans.

5. Eyrnamerkja notkun persónutengdra gagna.

Persónutengdu gögn þín eru eingöngu notuð í þeim tilgangi sem þú hefur gefið okkur aðgang að þeim.

6. Lagastoð vinnslunnar

Lagastoðin fyrir notkun og vistun persónutengdra gagna þinna er samþykki þitt samkvæmt Grein 7 ESB gagnaverndargrunnreglugerðar (EU-DSGVO) sem og samkvæmt § 13 Kafli. 2 fjarskiptaþjónustulöggjafar (TMG). Stofn- og notkunarupplýsingar þínar vinnum við á grundvelli og samkvæmt ákvæðum §§ 14 og 15 TMG, sem mynda lagabundna skyldu samkvæmt Grein. 6 Kafla. 1 bókstaf c EU-DSGVO, sem við sem vefsíðuhaldari lútum undir.

7. Áframmiðlun persónutengdra gagna

Með notkun kynntra aðgerða geta einnig staðir, sem eru staðsettir í þriðja landi utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), séð gögn þín. Í þessum löndum getur verið að ófullnægjandi gagnaverndarstig sé til staðar, þar sem ekki er til staðar ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hún sé fullnægjandi og engar frekari viðeigandi tryggingar eru til staðar til að vernda persónutengd gögn þín.

Miðlun gagna þinna til þessara þriðju landa á sér stað á grundvelli samþykkis þíns samkvæmt grein 7 EU-DSGVO og § 13 kafla. 2 TMG eða á grundvelli undantekningarkringumstæðum greinar 49 kafli 1 EU-DS-GVO, sem kemur til virkni gegnum virkjun viðkomandi aðgerðar.

Gögn þín eru einnig sýnileg öðrum tengdum fyrirtækjum í MAN- og VW- samstæðunni sem og ytri þjónustuaðilum, sem útvega þessa vefsíðu og sinna tæknihlið hennar sem og kerfi þau sem tengd eru henni. Með þessum fyrirtækjum hafa gagnaverndarsamningar verið gerðir til að tryggja hátt gagnaverndunarstig

Miðlun áfram til opinberra stofnana og yfirvalda á sér eingöngu stað innan ramma nauðsynlegrar löggjafar innanlands.

8. Gagnavistun og eyðing gagna

Gögnin sem tengjast heimsókn þinni á heimasíðu okkar (sjá atriði 1 og 2 a), eru vistuð í 2 ár og er þá reiknað frá því andartaki sem vefsíðan okkar er opnuð.

Aðrar persónutengdar upplýsingar eru vistaðar áfram, þangað til þú ákveður sjálfur/sjálf að skrá þig út, eða upplýsir okkur, um að þú viljir ekki lengur nota viðkomandi aðgerð.

Þar fyrir utan á vistun sér eingöngu stað, svo framarlega sem löggjöf eða samningsbundnar skyldur séu til staðar.

9. Þinn réttur

Fyrir utan rétt til þess að fá upplýsingar um persónutengdar upplýsingar þínar og til leiðréttingar á upplýsingum þínum hefur þú, svo framarlega sem engar lagalegar ástæður mæla því í móti, einnig rétt til að fá þeim eytt og loka fyrir þær sem og andmælarétt gegn vinnslu gagna þinna. Ennfremur hefur þú rétt til þess að flytja eigin gögn.

Þar sem við tökum og vinnum með persónutengdar upplýsingar þínar á grundvelli samþykkis þíns, hefur þú ennfremur rétt til þess að afturkalla veitt samþykki þitt. Afturköllun þín hefur engin áhrif á lögmæti vinnslu gagnanna frá veittu samþykki þínu fram að afturköllun samþykkis þíns.

Svo framarlega sem nauðsynlegt er, þurfum við að staðfesta deili á þér, áður en við getum unnið áfram samninga þína.

Ef að röng gögn skyldu vera vistuð þrátt fyrir viðleitni okkar til að hafa öll gögn rétt og uppfærð, munum við leiðrétta þau hin sömu um leið og við fáum viðeigandi ábendingu.

Varðandi kvartanir þá er möguleiki á að snúa sér að gagnaverndaryfirvalda.

10. Öryggi

Gögn þín eru vernduð af MAN með tæknilegum og skipulögðum öryggisráðstöfunum, til að koma í veg fyrir misnotkun af slysni eða af vilja, tap, eyðingu eða aðgang einstaklinga sem hafa ekki til þess leyfi. Öryggisráðstafanir okkar, eins og til dæmis dulkóðun gagna, eru uppfærðar stöðugt samkvæmt tækniþróun þeirri sem á sér stað.

11. Veftengill við vefsíður annarra þjónustuaðila

Vefsíða okkar getur innihaldið veftengla við vefsíður annarra þjónustuaðila. MAN hefur gengið úr skugga um að þær vefsíður sem beintengdar eru, eru lausar við allt ólöglegt efni, á þeim tímapunkti sem veftengillinn var settur inn. MAN hefur þó engin áhrif á innihald tengdra síða og hefur ekki tök á því að hafa stöðugt eftirlit með því. Þar af leiðandi tekur MAN enga ábyrgð á innihaldi tengdra síðna, hafi slíku innihaldi verið breytt eftir að veftengill var settur inn. Þessi gagnaverndunaryfirlýsing gildir ekki fyrir tengdar vefsíður annarra þjónustuaðila.

12. Fyrirvari

Til að geta fylgt eftir stöðugri þróun internetsins, getur MAN aðlagað þessa gagnaverndaryfirlýsingu hvenær sem er í samræmi við kröfur löggjafar um gagnavernd.