MAN TGE þjónusta

MAN Service

Af því að viðhald þolir enga bið.

MAN Service hápunktar

Lengri verkstæðis opnunartímar - ef þörf er þá jafnvel um helgar eða að nóttu til.

Hreyfanleikaábyrgð með 24 klst viðgerðarþjónustu, til að halda rekstrinum þínum gangandi.

Víðfeðmt MAN verkstæðanet fyrir þjónustu nærri þér.

MAN upprunalegir hlutir.

Hæstu gæði, hámarks hagkvæmni. Þar með talið MAN ábyrgð á upprunalegum hlutum.

MAN TGE upprunalegir hlutir.

MAN upprunalegir hlutir.

MAN upprunalegir hlutir eru ítarlega prófaðir og reyndir og séð þannig fyrir öryggi þar sem hvergi er slakað á.

Kostirnir í fljótu bragði:

 • MAN upprunalegir hlutir eru með nýjustu tækni
 • MAN býður upp á fullt úrval MAN upprunalegra hluta
 • 24 mánaða ábyrgð um allan heim á MAN upprunalegum hlutum.
 • Hæstu gæði og endingartími.
 • Mikill áreiðanleiki.
 • MAN upprunalegir hlutir passa ákjósanlega saman við aðra farartækjahluti (efnasamrýmanleiki) og sannfærir með nákvæmni sem tryggir góða mátun.
 • Fáanlegt með stuttum fyrirvara

MAN TGE upprunalegir hlutir

MAN upprunalegir hlutir "ecoline"

MAN upprunalegir hlutir "ecoline" eru notaðir MAN upprunalegir varahlutir, sem hafa verið endurnýjaðir að fullu samkvæmt MAN stöðlum af MAN eða þriðja þjónustuaðila. Með hinni ítarlegu endurnýjun jafnast gæði MAN upprunalegs hluta "ecoline" á við gæði MAN upprunalegs hlutar.

Endurnýjun MAN upprunalegs hlutar felur í sér:

 • ítarlega og rækilega hreinsun á hinum notaða hlut.
 • hlutirnir teknir í sundur
 • Endurnýjun á samsetningarhlutum og skipta út slitnum hlutum.
 • nákvæm prófun og mæling samkvæmt vörulýsingu nýs hlutar.

Þar að auki nýturðu sömu ábyrgðar eins og á nýjum MAN upprunalegum hlutum.

MAN upprunalegur aukabúnaður

Með MAN upprunalegum aukabúnaði sem er til sérstaklega fyrir sendibílinn þinn, getur þú víkkað út notagildi á þínum MAN TGE til að takast á við nánast öll verkefni. Við bjóðum upp á áhugaverðar vörur á sviði flutninga, þæginda og hönnunar, sem passa nákvæmlega og eru af hæstu gæðum.

Með MAN upprunalegum aukabúnaði geturðu þá breytt þínum MAN TGE sérstaklega samkvæmt þínum þörfum og notkunartilgangi.

MAN TGE þjónustusamningar

MAN Þjónustusamningar

Við höfum þróað samninga okkar að þínum þörfum - að þínum óskum, að þínum kröfum. að þínu verki. Lækka kostnað, auka hagkvæmni: Einmitt þannig verður bílafloti hagkvæmur. Með MAN þjónustusamningum.

 • Samingaumsjón
 • Viðhald & þjónusta

MAN Comfort þjónustusamningur

Þjónustusamningurinn "Comfort" nær yfir alla þjónustu- og skoðunarvinnu, sem viðhaldsáætlun farartækis þíns hefur að geyma. Þar að auki yfirtekur MAN fyrir þig umsjón með samningum og léttir þá á þér hvað skipulag og umsjón varðar. Ábyrgð og viðskiptavild þin standa eftir sem áður.

 • Samingaumsjón
 • Viðhald & þjónusta
 • Lenging ábyrgðar

MAN ComfortPlus þjónustusamningur

Þjónustusamningurinn "ComfortPlus" byggir á þjónustusamningnum "Comfort" og tekur þar að auki til lengingar á MAN ábyrgð,sem þú getur lengt, ef þörf er á, í MAN heildarökutækjaábyrgð.

 • Samingaumsjón
 • Viðhald & þjónusta
 • Heildarviðgerðir (án slithluta)
 • Viðgerðir á slithlutum

MAN ComfortSuper þjónustusamningur

Sem viðhalds- og viðgerðarsamningur nær þjónustusamningurinn "ComfortSuper" bæði til allrar þjónustu- og skoðunarvinnu innan ramma reglulegs viðhalds sem og allra viðgerða vegna slits og annara viðgerða á ökutækinu. Þar með nær samningur þessi algjörlega til allrar þjónustu og kostnaðarsamra viðgerða á ökutæki þínu. Og að sjálfsögðu léttir MAN á þér með þessum alhiða þjónustusamningi einnig hvað umsjón varðar, með því að taka yfir umsjón með samningnum.

 

MAN ábyrgðar framlenging

Til öryggis: Nýttu þér hina einstöku ábyrgðarframlengingu okkar og hagnastu á umfangsmikilli ábyrgð.

MAN TGE ábyrgðar framlenging

Með hinum einstöku MAN ábyrgðarframlengingum getur þú keyrt allt að 60 mánuði eða 250.000 kílómetra undir ábyrgð. Og það án kílómetraflokka eða sjálfsábyrgðar fyrir viðskiptavininn.

Ábyrgðar framlenging er til staðar fyrir farartækið í heild sinni, en einnig sem hagstæður valkostur eingöngu á driflínu. Þú getur tekið framlenginguna sem stakan pakka eða sem hluta af einum þjónustusamninga okkar.

Við höldum rekstrinum þínum gangandi.

Með viðgerðarþjónustu okkar 24/7 .

Neyðar símanúmer:

Sími. 822 5770

Farsímagjöld geta verið breytileg eftir þjónustuaðila

Viðgerðarþjónusta

Hvort sem þú ert í frumskógi borgarinnar eða í skóginum: MAN viðgerðarþjónusta allan sólarhringinn sér til þess að þú situr aldrei eftir úti á vegi. MAN viðgerðarþjónustan er til staðar fyrir þig allan sólarhringinn og alla 365 daga ársins.

Þannig getur þú alltaf verið öruggu megin, ef TGE þinn skyldi ekki komast lengra vegna tæknilegra örðugleika. Eitt símtal nægir, og við skipuleggjum fljóta og fagmannlega hjálp.

Allir MAN TGE eru með MAN ábyrgð til 2 ára sem staðalbúnaður.

Leita að þjónustuverkstæði

Finndu MAN verkstæðisþjónustu nærri þér.

Upplýsingar

Hvað viltu meira ?